Körfubolti

24 stig frá Loga dugðu ekki til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Daníel
Logi Gunnarsson átti góðan leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki til á útivelli á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins. Norrköping vann leikinn með 21 stigi, 90-69.

Logi var með 24 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta í leiknum en hann hitti úr 9 af 24 skotum sínum þar af 3 af 10 fyrir utan þriggja stiga línuna. Logi var kominn með 18 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í hálfleik en hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum í seinni hálfleik.

Logi var kominn með 12 stig og 3 stoðsendingar á fyrstu 8 mínútum leiksins og hjálpaði þá Solna-liðinu að komast í 24-18. Norrköping var komið yfir í 48-45 í hálfleik og hélt síðan öruggu forskoti allan seinni háflleikinn. Solna gaf mikið eftir í lokaleikhlutanum sem liðið tapaði 5-24.

Solna Vikings er í sjötta sæti sænsku deildarinnar með 9 sigra og 11 töp. Norrköping Dolphins er í 4. sætinu með 12 sigra og 6 töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×