Fótbolti

Spurs vann frækinn sigur á AC Milan - Jafntefli á Spáni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Crouch og Lennon fagna í kvöld.
Crouch og Lennon fagna í kvöld.

Tottenham er í mjög góðum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur, 0-1, á ítalska stórliðinu AC Milan í Mílanó í kvöld.

Það var framherjinn stóri, Peter Crouch, sem skoraði eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Zlatan náði að skora í uppbótartíma en það mark var réttilega dæmt af þar sem Zlatan braut af sér.

Spurs er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn sinn og ekki skemmir fyrir að Gennaro Gattuso, miðjumaður Milan, verður í banni í seinni leiknum.

Þýska liðið schalke er einnig í fínum málum eftir að hafa náð jafntefli og útivallarmarki gegn Valencia.

Roberto Soldado en fyrrum framherji Real Madrid, Raul, jafnaði metin fyrir schalke.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×