Öxar við ána Hannes Pétursson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun