Öxar við ána Hannes Pétursson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun