Hver er í raun vandi Grikkja? 28. júní 2011 05:00 Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun