Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar 13. september 2011 06:00 Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun