Samstaða um málshöfðun vegna beitingar hryðjuverkalaga 28. september 2011 06:00 Þann 18. nóvember 2010 lögðu allir þingmenn Framsóknarflokksins (að Guðmundi Steingrímssyni undanskildum), þingmenn Hreyfingarinnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartillögu um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi. Ályktunin hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins að undirbúa málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum. Málsóknin verði í fyrsta lagi byggð á því að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið tilefnislaus, ekki lögum samkvæmt og hafi skaðað íslenskt orðspor og fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar. Í öðru lagi verði gerð krafa um skaðabætur fyrir það tjón sem ákvörðun breskra stjórnvalda olli íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum.“ Mælt var fyrir málinu 1. febrúar 2011 og málinu vísað til utanríkismálanefndar. Málið var hins vegar aldrei tekið fyrir í nefndinni og ekki sent til umsagnar eða unnið með það á annan hátt. Nýverið skilaði fjármálaráðherra skýrslu að beiðni þingmanna Sjálfstæðisflokksins: „um mat á áhrifum af beitingu Breta á lögum um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggi fyrir íslensk fyrirtæki.“ Af niðurstöðum þeirrar skýrslu má ráða að tjónið er verulegt og að full þörf sé á að meta það enn frekar. Skýrslan undirstrikar mikilvægi þess að kannað sé til hlítar að höfða mál á hendur breska ríkinu og sækja bætur fyrir fjárhagslegt tjón sem og tjón vegna orðsporsskaða. Ísland á lista með Al Qaeda og Gaddafi mánuðum samanÞað er mikilvægt að muna að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögunum ekki einungis gegn Landsbankanum heldur einnig gegn Seðlabanka Íslands og ríkisstjórn Íslands sérstaklega. Þetta var skýrt tekið fram í aðgerðum breskra stjórnvalda. Í kjölfarið voru ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands sett á opinberan lista breska fjármálaráðuneytisins yfir hryðjuverkasamtök og ríki sem styðja hryðjuverk. Þennan lista nota þjóðir heims, bankar, fjármálastofnanir og fyrirtæki um allan heim til viðmiðunar þegar ákvörðun er tekin um samskipti og viðskipti við viðkomandi ríkisstjórnir. Vera Íslands á þessum alræmda lista olli fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum beinu fjárhagslegu tjóni sem meðal annars fólst í því að erlendir bankar og tryggingafyrirtæki neituðu að veita þeim fyrirgreiðslu með beinni vísun í að ekki væru höfð viðskipti við fyrirtæki í löndum sem sætu á hryðjuverkalista bresku ríkisstjórnarinnar. Og skaðinn sem það olli orðspori Íslands að dúsa mánuðum saman á sama bekk og Al-Qaeda og Líbía á sama tíma og mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda var að byggja upp traust á Íslandi og íslensku efnahagslífi á ný verður seint ofmetinn. Það er því mikilvægt að muna að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögunum markvisst gegn Íslendingum öllum en ekki aðeins gegn Landsbankanum. Og það olli Íslendingum og íslenskum hagsmunum óumdeilanlegu tjóni langt umfram það sem eðlilegt gat talist í samskiptum „vinaþjóða“. Ýmsir reyndu að hræða Íslendinga til hlýðni í Icesave-málinu með því að Bretar og Hollendingar muni fara fyrir dómstóla að sækja skaðabætur fyrir það tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Það er vel hugsanlegt enda hafa þeir fullan rétt á að láta reyna á slíkt fyrir dómstólum. En gleymum því ekki að á nákvæmlega sama hátt hafa Íslendingar fullan rétt á því að höfða mál gegn breska ríkinu vegna þess tjóns sem Bretar ollu með beitingu hryðjuverkalaganna og veru Íslands á hryðjuverkalistanum. Réttarkerfið virkar ekki bara í aðra áttina. Fékk ekki umfjöllun í utanríkismálanefndTelja verður undarlegt að áðurnefnd þingsályktun um málsókn gegn breska ríkinu hafi ekki fengið umfjöllun í utanríkismálanefnd þar sem um kjörið tækifæri var til að sameina þing og þjóð og leita réttar okkar gagnvart breskum stjórnvöldum. Framsóknarmenn munu leggja þingsályktunina inn aftur við upphaf þings í október og munu eins og áður berjast fyrir því að Íslendingar sæki rétt sinn gagnvart Bretum. Enda er vilji framsóknarmanna til málshöfðunar á hendur Bretum ekki nýr af nálinni því strax þegar hryðjuverkalögunum var beitt krafðist Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, þess að farið yrði í mál við bresk stjórnvöld. Beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslandi var óásættanleg aðgerð af hálfu breska ríkisins sem olli Íslendingum sannanlegu tjóni. Því er bæði rétt og sanngjarnt að láta reyna á málssókn gegn breska ríkinu til að sækja bætur fyrir það tjón. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú í hyggju að skoða málið í samstarfi við Alþingi. Því ber að fagna að nú loks þremur árum síðar skuli loks hylla undir að samstaða geti tekist um slíka málshöfðun en forsenda þess er að Alþingi og framkvæmdavaldið vinni náið saman og trúnaður og traust ríki um það ferli sem sett verður af stað. Vona ég að nú þegar verði sest niður og vinnan skipulögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 18. nóvember 2010 lögðu allir þingmenn Framsóknarflokksins (að Guðmundi Steingrímssyni undanskildum), þingmenn Hreyfingarinnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartillögu um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi. Ályktunin hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins að undirbúa málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum. Málsóknin verði í fyrsta lagi byggð á því að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið tilefnislaus, ekki lögum samkvæmt og hafi skaðað íslenskt orðspor og fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar. Í öðru lagi verði gerð krafa um skaðabætur fyrir það tjón sem ákvörðun breskra stjórnvalda olli íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum.“ Mælt var fyrir málinu 1. febrúar 2011 og málinu vísað til utanríkismálanefndar. Málið var hins vegar aldrei tekið fyrir í nefndinni og ekki sent til umsagnar eða unnið með það á annan hátt. Nýverið skilaði fjármálaráðherra skýrslu að beiðni þingmanna Sjálfstæðisflokksins: „um mat á áhrifum af beitingu Breta á lögum um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggi fyrir íslensk fyrirtæki.“ Af niðurstöðum þeirrar skýrslu má ráða að tjónið er verulegt og að full þörf sé á að meta það enn frekar. Skýrslan undirstrikar mikilvægi þess að kannað sé til hlítar að höfða mál á hendur breska ríkinu og sækja bætur fyrir fjárhagslegt tjón sem og tjón vegna orðsporsskaða. Ísland á lista með Al Qaeda og Gaddafi mánuðum samanÞað er mikilvægt að muna að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögunum ekki einungis gegn Landsbankanum heldur einnig gegn Seðlabanka Íslands og ríkisstjórn Íslands sérstaklega. Þetta var skýrt tekið fram í aðgerðum breskra stjórnvalda. Í kjölfarið voru ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands sett á opinberan lista breska fjármálaráðuneytisins yfir hryðjuverkasamtök og ríki sem styðja hryðjuverk. Þennan lista nota þjóðir heims, bankar, fjármálastofnanir og fyrirtæki um allan heim til viðmiðunar þegar ákvörðun er tekin um samskipti og viðskipti við viðkomandi ríkisstjórnir. Vera Íslands á þessum alræmda lista olli fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum beinu fjárhagslegu tjóni sem meðal annars fólst í því að erlendir bankar og tryggingafyrirtæki neituðu að veita þeim fyrirgreiðslu með beinni vísun í að ekki væru höfð viðskipti við fyrirtæki í löndum sem sætu á hryðjuverkalista bresku ríkisstjórnarinnar. Og skaðinn sem það olli orðspori Íslands að dúsa mánuðum saman á sama bekk og Al-Qaeda og Líbía á sama tíma og mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda var að byggja upp traust á Íslandi og íslensku efnahagslífi á ný verður seint ofmetinn. Það er því mikilvægt að muna að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögunum markvisst gegn Íslendingum öllum en ekki aðeins gegn Landsbankanum. Og það olli Íslendingum og íslenskum hagsmunum óumdeilanlegu tjóni langt umfram það sem eðlilegt gat talist í samskiptum „vinaþjóða“. Ýmsir reyndu að hræða Íslendinga til hlýðni í Icesave-málinu með því að Bretar og Hollendingar muni fara fyrir dómstóla að sækja skaðabætur fyrir það tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Það er vel hugsanlegt enda hafa þeir fullan rétt á að láta reyna á slíkt fyrir dómstólum. En gleymum því ekki að á nákvæmlega sama hátt hafa Íslendingar fullan rétt á því að höfða mál gegn breska ríkinu vegna þess tjóns sem Bretar ollu með beitingu hryðjuverkalaganna og veru Íslands á hryðjuverkalistanum. Réttarkerfið virkar ekki bara í aðra áttina. Fékk ekki umfjöllun í utanríkismálanefndTelja verður undarlegt að áðurnefnd þingsályktun um málsókn gegn breska ríkinu hafi ekki fengið umfjöllun í utanríkismálanefnd þar sem um kjörið tækifæri var til að sameina þing og þjóð og leita réttar okkar gagnvart breskum stjórnvöldum. Framsóknarmenn munu leggja þingsályktunina inn aftur við upphaf þings í október og munu eins og áður berjast fyrir því að Íslendingar sæki rétt sinn gagnvart Bretum. Enda er vilji framsóknarmanna til málshöfðunar á hendur Bretum ekki nýr af nálinni því strax þegar hryðjuverkalögunum var beitt krafðist Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, þess að farið yrði í mál við bresk stjórnvöld. Beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslandi var óásættanleg aðgerð af hálfu breska ríkisins sem olli Íslendingum sannanlegu tjóni. Því er bæði rétt og sanngjarnt að láta reyna á málssókn gegn breska ríkinu til að sækja bætur fyrir það tjón. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú í hyggju að skoða málið í samstarfi við Alþingi. Því ber að fagna að nú loks þremur árum síðar skuli loks hylla undir að samstaða geti tekist um slíka málshöfðun en forsenda þess er að Alþingi og framkvæmdavaldið vinni náið saman og trúnaður og traust ríki um það ferli sem sett verður af stað. Vona ég að nú þegar verði sest niður og vinnan skipulögð.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar