Dýr sparnaður Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun