Dýr sparnaður Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun