Á leikskóla 15. desember 2011 06:00 Á leikskólum er unnið öflugt starf til þess að auka samskiptahæfni barna. Þó gerir enginn kröfu um að börn séu alltaf málefnaleg. Þau hafa ekki náð þroska til að skilja að setning eins og „þú ert fitubolla“ er ómálefnaleg á meðan „það er erfitt að framreiða hollan mat fyrir 232 kr. á dag“ telst málefnaleg fullyrðing. Þetta er skýringin á því að leikskólabörn segja „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ til að útkljá deilumál. Þegar tekist er á í borgarstjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræður séu málefnalegar. Yfirlýsingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokkurn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagnrýni á störf þeirra. Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameiningum leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarútgjöldum leikskóla. Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíkingar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt málstaðurinn sé flókinn eða illverjanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Á leikskólum er unnið öflugt starf til þess að auka samskiptahæfni barna. Þó gerir enginn kröfu um að börn séu alltaf málefnaleg. Þau hafa ekki náð þroska til að skilja að setning eins og „þú ert fitubolla“ er ómálefnaleg á meðan „það er erfitt að framreiða hollan mat fyrir 232 kr. á dag“ telst málefnaleg fullyrðing. Þetta er skýringin á því að leikskólabörn segja „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ til að útkljá deilumál. Þegar tekist er á í borgarstjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræður séu málefnalegar. Yfirlýsingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokkurn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagnrýni á störf þeirra. Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameiningum leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarútgjöldum leikskóla. Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíkingar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt málstaðurinn sé flókinn eða illverjanlegur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar