Vernd fæðingarorlofslaga ofmetin Lára V. Júlíusdóttir skrifar 19. desember 2011 07:00 Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun