Bono meðal stórra hluthafa í Facebook 3. febrúar 2012 09:33 Bono, söngvari U2. Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi skráningarupplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemu 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna. Eftirfarandi upplýsingar má finna í skráningarlýsingu Facebook: Um 85 prósent af tekjum Facebook komu af auglýsingum í fyrra, en hlutfallið var 95% 2010 og 98% 2009. Notendur Facebook eru 843 milljónir manna um allan heim, og fjölgar hratt í þeim hópi. Um 483 milljónir nota vefinn daglega. Helmingur mánaðarlegra notenda notar Facebook í símanum, en enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki tekjur af notendum í símum. Stærstur hluti tekna Facebook kemur frá Bandaríkjunum, en stærstur hluti notenda er í öðrum löndum. Um 2,7 milljarða "like" tengjast síðunni á hverjum degi og 250 milljónum mynda er upphlaðið á vefinn á hverjum degi. Starfsmenn eru 3.200. Lady Gaga er með vinsælustu síðuna á Facebook, með 47 milljónir "like". Mark Zuckerberg, forstjóri, er stærsti eigandinn með 28,8 prósent hlut sem talinn er vera 28 milljarða dollara virði. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósena hlut í fyrirtækinu í gegnum félag hans Elevation Partners. Dustin Moskovitz, vinur Zuckerberg og meðstofnandi, á 8 prósenta hlut. Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi skráningarupplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemu 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna. Eftirfarandi upplýsingar má finna í skráningarlýsingu Facebook: Um 85 prósent af tekjum Facebook komu af auglýsingum í fyrra, en hlutfallið var 95% 2010 og 98% 2009. Notendur Facebook eru 843 milljónir manna um allan heim, og fjölgar hratt í þeim hópi. Um 483 milljónir nota vefinn daglega. Helmingur mánaðarlegra notenda notar Facebook í símanum, en enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki tekjur af notendum í símum. Stærstur hluti tekna Facebook kemur frá Bandaríkjunum, en stærstur hluti notenda er í öðrum löndum. Um 2,7 milljarða "like" tengjast síðunni á hverjum degi og 250 milljónum mynda er upphlaðið á vefinn á hverjum degi. Starfsmenn eru 3.200. Lady Gaga er með vinsælustu síðuna á Facebook, með 47 milljónir "like". Mark Zuckerberg, forstjóri, er stærsti eigandinn með 28,8 prósent hlut sem talinn er vera 28 milljarða dollara virði. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósena hlut í fyrirtækinu í gegnum félag hans Elevation Partners. Dustin Moskovitz, vinur Zuckerberg og meðstofnandi, á 8 prósenta hlut.
Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira