Fótbolti

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Guardiola með trefilinn fræga.
Guardiola með trefilinn fræga.
Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Guardiola var með bláan og svartan trefil utan um hálsinn og einhverjum tókst að tengja það við Inter. Guardiola hefur margoft verið orðaður við Inter og er án samnings í sumar.

"Þessi trefill var nú bara gjöf frá vini mínum. Ég er að þjálfa besta liðið og ekki að hugsa um önnur lið," sagði Guardiola.

Inter verður líklega í þjálfaraleit í sumar þar sem Claudio Ranieri hefur ekki staðið undir væntingum. Má telja líklegt að félagið bjóði Guardiola gull og græna skóga. Hvort Guardiola hafi einhvern áhuga á því að yfirgefa Barcelona er svo allt annað mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×