Kínverski snjallsímamarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Síðustu ár hefur Apple barist við tæknifyrirtækið Samsung Electronics um yfirráð á markaðinum. Samsung hefur þó átt mikilli velgengni að fagna í Kína og eru snjallsímar fyrirtækisins þeir allra vinsælustu í landinu.
Cook heimsótti verksmiðju Foxconn í Zhengzhou í dag. Rúmega 120.000 manns vinnna í verksmiðjunni.
Í febrúar á þessu ári opnaði Apple dyr verksmiðja sinna í Kína fyrir óháðum eftirlitsmönnum. Fregnir höfðu boist af bágri stöðu vinnuafls Foxconn en verktakinn framleiðir meðal annars iPad spjaldtölvuna og iPhone.

Það var síðan í janúar á þessu ári þegar 150 starfsmenn Foxconn hótuðu að stökkva fram að verksmiðjuhúsi í Wuhan. Starfsmennirnir héldu því fram að vinnuaðstæður væri óbærilegar.
Í kjölfar atviksins hefur Apple ákveðið að birta upplýsingar um vinnutíma og vinnuaðstæður starfsmanna sinna í hverjum mánuði.