Fótbolti

Galliani vill fá sprotadómara í ítalska boltann

Adriano Galliani.
Adriano Galliani.
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er búinn að skrifa formanni ítalska knattspyrnusambandsins bréf þar sem hann kvartar yfir tveimur mikilvægum dómum sem hafa fallið gegn Mílanó-liðinu.

Galliani er afar svekktur yfir þessum mistökum og hefur farið fram á það við ítalska sambandið að það fjölgi dómurum á leiki í ítölsku úrvalsdeildinni.

Mark var dæmt af Milan í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Juve en það átti alltaf að standa. Boltinn fór klárlega inn fyrir línuna. Svipað atvik átti sér stað í 1-1 jafnteflinu gegn Catania um helgina.

Galliani er búinn að birta bréfið á heimasíðu Milan og þar vill hann fá sprotadómara við hlið markanna þar sem FIFA er ekki enn búið að leyfa marklínutækni.

Galliani bíður svara frá sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×