Forseti sem þorir Eirún Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 13:00 Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar