Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld Jón Pálsson skrifar 4. júní 2012 11:02 Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun