Handbremsa þjóðarskrjóðsins Þóroddur Bjarnason skrifar 13. júní 2012 16:00 Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun