Herdís, einmitt Ólína Þóra Friðriksdóttir skrifar 11. júní 2012 11:00 Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar