Aðgát skal höfð í nærveru sálar Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa 10. júní 2012 11:50 Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun