Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2012 17:30 Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar