Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar 26. júní 2012 17:00 Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar