Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 15:00 Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun