Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur Hallgrímur Helgason skrifar 26. júní 2012 11:30 Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Hallgrímur Helgason Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun