Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar 25. júní 2012 21:00 Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar