Stuðningsgrein: Kjósum Andreu Björgvin R. Leifsson skrifar 25. júní 2012 14:45 Þegar umræðan um stjórnarskrána stóð hvað æst í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings lét Sigurður Líndal, lagaprófessor, hafa eftir sér eitthvað á þá leið að við þyrftum ekki nýja stjórnarskrá, heldur væri nær að byrja á því að fara eftir þeirri, sem er í gildi. Nú tel ég að lýðveldið þurfi sárlega á nýrri stjórnarskrá að halda vegna augljósra galla, sem eru á gildandi stjórnarskrá. nægir þar að nefna að ýmsar greinar hennar eru svo galopnar að þær má túlka að vild hvers sem er. Látum þá umræðu þó liggja á milli hluta í bili. Nú býður sig fram til embættis forseta Íslands kona, sem hefur gefið okkur það hógværa en þó um leið það róttæka loforð að ætla að fara eftir gildandi stjórnarskrá og hugsanlega virkja nokkrar greinar hennar, sem snúa að valdsviði forsetans, í þágu fólksins í landinu, telji hún þurfa á því að halda og fái hún til þess hvatningu frá fólkinu. Við skulum hafa það í huga að forseti Íslands er skv. stjórnarskránni eins konar milliliður milli þings og þjóðar. Hann er okkar eini þjóðkjörni fulltrúi og sá eini, em er kosinn beinni kosningu milliliðalaust. Alþingismenn er aftur á móti kosnir hlutfallskosningu og alþingi ákveður ríkisstjórn Íslands með þingræðisreglunni þó að skipun ráðherra sé formlega hjá forseta Íslands. Við skulum rifja upp nokkrar greinar stjórnarskrárinnar:15. grein: Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. 25.grein: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.26. grein: Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Sitjandi forseti hefur nú þegar beitt málskotsréttinum, sem 26. greinin fjallar um. Það þýðir ekki að forsetinn hafi tekið afstöðu til málsins. Það þýðir einfaldlega að forsetinn hefur ákveðið að þjóðin fái að hafa síðasta orðið um viðkomandi lög. M.ö.o. hefur forsetinn virkjað hið beina lýðræði með því að leggja viðkomandi lagafrumvarp í dóm atkvæðisbærra manna í landinu. 26. greininni var fyrst beitt árið 2004 eða 60 árum eftir að lýðveldið var stofnað. Nokkur umræða fór af stað um hvort forsetanum væri þetta yfirleitt heimilt, þ.e. að ákvæði 26. greinar í sjálfri stjórnarskránni væri bara upp á punt (og forsetinn þar með puntudúkka). Nú orðið efast enginn um að forsetinn hefur þetta vald, að virkja beina lýðræðið. Andrea J. Ólafsdóttir hefur talað um að virkja hugsanlega ákvæði 15. og 25. greinar stjórnarskrárinnar. Fáir, ef nokkrir, efast lengur um að valdheimilidir forseta Íslands í stjórnarskránni eru raunverulegar en ekki upp á punt. Hins vegar eru uppi efasemdarraddir um þessi ákvæði og jafnvel eru þeir til, sem voga sér að halda því fram að virkjun beina lýðræðisins sé ekkert annað en einræðistilburðir og er jafnvel talað um hótun um valdatöku í þessu sambandi. Þetta finnst mér ákaflega skrýtin umræða. Mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvernig aukin aðkoma fólksins í landinu að lagasetningum alþingis getur verið dæmi um einræði. Þá þætti mér ekki verra að hafa forseta, sem hefur beinlínis lýst því yfir að hún muni fara að tilmælum stórs hluta atkvæðisbærra manna í landinu og beita 15. greininni í neyðartilfellum. Ég get nefnt tvö slík tilfelli, sem hafa komið upp á þessari öld. Hið fyrra var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á sitt einsdæmi og í óþökk bæði þings og þjóðar að setja Ísland á lista hinna “staðföstu ríkja” þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í leit að gereyðingarvopnum, sem ekki voru til. Hið síðara er að sjálfsögðu bankahrunið 2008. Þá er meint hótun um valdatöku enn þá skrýtnari. Til að ná völdum í landinu þarf að hafa einhverja hópa á bak við sig, sem ná á sitt vald helstu stofnunum samfélagsins, svo sem her eða lögreglu. Nú erum við herlaust land og lögreglan er helst til fáliðuð í svona risavaxið verkefni ef hún á annað mundi ljá beiðni um slíka valdatökuaðstoð eyra. Þá er nú ekki ýkja flókið að setja svo valdagráðugan forseta af og það hefur Andrea bent á sjálf: Að virkja 11. grein stjórnarskrárinnar: Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna. Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis. Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er útslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga. Með öðrum orðum: Beina lýðræðið virkar í báðar áttir! Ákvæði stjórnarskrárinnar um forseta Íslands og valdheimildir hans eru hugsuð þannig að fólkið í landinu geti veitt alþing aðhald gegnum forsetann - og öfugt - að fólkið í landinu geti veitt forseta aðhald gegnum alþingi. Á meðan gjá er í landinu milli þings og þjóðar og alþingi nýtur aðeins trausts og virðingar u.þ.b. 10% kjósenda finnst mér sjálfsagt að láta reyna á stjórnarskrána - en til þess þarf forseta, sem þorir að beita ákvæðum hennar í neyðartilvikum. Kjósum Andreu J. Ólafsdóttur á laugardag og virkjum stjónarskrána! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar umræðan um stjórnarskrána stóð hvað æst í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings lét Sigurður Líndal, lagaprófessor, hafa eftir sér eitthvað á þá leið að við þyrftum ekki nýja stjórnarskrá, heldur væri nær að byrja á því að fara eftir þeirri, sem er í gildi. Nú tel ég að lýðveldið þurfi sárlega á nýrri stjórnarskrá að halda vegna augljósra galla, sem eru á gildandi stjórnarskrá. nægir þar að nefna að ýmsar greinar hennar eru svo galopnar að þær má túlka að vild hvers sem er. Látum þá umræðu þó liggja á milli hluta í bili. Nú býður sig fram til embættis forseta Íslands kona, sem hefur gefið okkur það hógværa en þó um leið það róttæka loforð að ætla að fara eftir gildandi stjórnarskrá og hugsanlega virkja nokkrar greinar hennar, sem snúa að valdsviði forsetans, í þágu fólksins í landinu, telji hún þurfa á því að halda og fái hún til þess hvatningu frá fólkinu. Við skulum hafa það í huga að forseti Íslands er skv. stjórnarskránni eins konar milliliður milli þings og þjóðar. Hann er okkar eini þjóðkjörni fulltrúi og sá eini, em er kosinn beinni kosningu milliliðalaust. Alþingismenn er aftur á móti kosnir hlutfallskosningu og alþingi ákveður ríkisstjórn Íslands með þingræðisreglunni þó að skipun ráðherra sé formlega hjá forseta Íslands. Við skulum rifja upp nokkrar greinar stjórnarskrárinnar:15. grein: Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. 25.grein: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.26. grein: Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Sitjandi forseti hefur nú þegar beitt málskotsréttinum, sem 26. greinin fjallar um. Það þýðir ekki að forsetinn hafi tekið afstöðu til málsins. Það þýðir einfaldlega að forsetinn hefur ákveðið að þjóðin fái að hafa síðasta orðið um viðkomandi lög. M.ö.o. hefur forsetinn virkjað hið beina lýðræði með því að leggja viðkomandi lagafrumvarp í dóm atkvæðisbærra manna í landinu. 26. greininni var fyrst beitt árið 2004 eða 60 árum eftir að lýðveldið var stofnað. Nokkur umræða fór af stað um hvort forsetanum væri þetta yfirleitt heimilt, þ.e. að ákvæði 26. greinar í sjálfri stjórnarskránni væri bara upp á punt (og forsetinn þar með puntudúkka). Nú orðið efast enginn um að forsetinn hefur þetta vald, að virkja beina lýðræðið. Andrea J. Ólafsdóttir hefur talað um að virkja hugsanlega ákvæði 15. og 25. greinar stjórnarskrárinnar. Fáir, ef nokkrir, efast lengur um að valdheimilidir forseta Íslands í stjórnarskránni eru raunverulegar en ekki upp á punt. Hins vegar eru uppi efasemdarraddir um þessi ákvæði og jafnvel eru þeir til, sem voga sér að halda því fram að virkjun beina lýðræðisins sé ekkert annað en einræðistilburðir og er jafnvel talað um hótun um valdatöku í þessu sambandi. Þetta finnst mér ákaflega skrýtin umræða. Mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvernig aukin aðkoma fólksins í landinu að lagasetningum alþingis getur verið dæmi um einræði. Þá þætti mér ekki verra að hafa forseta, sem hefur beinlínis lýst því yfir að hún muni fara að tilmælum stórs hluta atkvæðisbærra manna í landinu og beita 15. greininni í neyðartilfellum. Ég get nefnt tvö slík tilfelli, sem hafa komið upp á þessari öld. Hið fyrra var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á sitt einsdæmi og í óþökk bæði þings og þjóðar að setja Ísland á lista hinna “staðföstu ríkja” þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í leit að gereyðingarvopnum, sem ekki voru til. Hið síðara er að sjálfsögðu bankahrunið 2008. Þá er meint hótun um valdatöku enn þá skrýtnari. Til að ná völdum í landinu þarf að hafa einhverja hópa á bak við sig, sem ná á sitt vald helstu stofnunum samfélagsins, svo sem her eða lögreglu. Nú erum við herlaust land og lögreglan er helst til fáliðuð í svona risavaxið verkefni ef hún á annað mundi ljá beiðni um slíka valdatökuaðstoð eyra. Þá er nú ekki ýkja flókið að setja svo valdagráðugan forseta af og það hefur Andrea bent á sjálf: Að virkja 11. grein stjórnarskrárinnar: Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna. Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis. Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er útslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga. Með öðrum orðum: Beina lýðræðið virkar í báðar áttir! Ákvæði stjórnarskrárinnar um forseta Íslands og valdheimildir hans eru hugsuð þannig að fólkið í landinu geti veitt alþing aðhald gegnum forsetann - og öfugt - að fólkið í landinu geti veitt forseta aðhald gegnum alþingi. Á meðan gjá er í landinu milli þings og þjóðar og alþingi nýtur aðeins trausts og virðingar u.þ.b. 10% kjósenda finnst mér sjálfsagt að láta reyna á stjórnarskrána - en til þess þarf forseta, sem þorir að beita ákvæðum hennar í neyðartilvikum. Kjósum Andreu J. Ólafsdóttur á laugardag og virkjum stjónarskrána!
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun