Fótbolti

Enginn ógnar Messi í baráttunni um gullboltann

Arnar Björnsson skrifar
Nordicphotos/Getty
Spánverjar eru enn í skýjunum eftir að fótboltalandsliðið varð Evrópumeistari. Þrátt fyrir það eru lesendur spænska íþróttablaðsins Marca þeirrar skoðunar að sá árangur dugi ekki til þess að Spánverji verði valinn knattspyrnumaður ársins í heiminum.

115,697 manns tóku þátt í könnun Marca og þar fékk Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona 42,3 prósent atkvæða en næstur honum kom fyrirliði og markvörður Spánverja, Iker Casillas með 37,8 prósent.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð þriðji með 10,3 prósent þeirra sem þátt tóku í könnunni. Messi skoraði 73 mörk á síðustu leiktíð og margir telja að hann láti Ballon d'Or styttuna ekki af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×