Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean.
Nexus 7, sem framleidd er af tæknifyrirtækinu Asus, var tekin til sölu vestanhafs fyrir nokkrum dögum. Nú þegar er spjaldtölvan uppseld í mörgum búðum.
Spjaldtölvan nýtur mikillar hylli meðal sérfræðinga. Þannig lofa margir hönnun hennar og tækjabúnaði. Þá kostar Nexus 7 aðeins 30 þúsund krónur og er þannig margfalt ódýrari en iPad spjaldtölvan frá Apple.
Með tölvunni vill Google losa um tök Apple á spjaldtölvumarkaðinum. Talið er að Apple muni svara þessari innreið Google inn á markaðinn með því að bjóða upp á minni og ódýrari útgáfu af iPad spjaldtölvunni.
Þannig er sótt að Apple úr báðum áttum. Spjaldtölva Amazon, Kindle Fire, hefur sótt hart að iPad og nú þegar Nexus 7 er komin á markað þá neyðist Apple til að endurskoða sín mál, ætli fyrirtækið sér að halda í ráðandi markaðshlutdeild sína.
Nexus 7 fær glimrandi viðtökur

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent