Fótbolti

Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Iniesta, Khedira og Di Maria í einni af fjölmörgum viðureignum liðanna á síðustu leiktíð.
Iniesta, Khedira og Di Maria í einni af fjölmörgum viðureignum liðanna á síðustu leiktíð. Nordicphotos/Getty
Fyrsti „Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október.

Leikjaniðurröðun var ákvörðuð í höfuðstöðvum spænska knattspyrnusambandsins í Madríd í dag. Síðari viðureign félaganna í deildinni fer fram á Bernabeu helgina 2.-3. mars.

Real Madrid vann sinn fyrsta Spánarmeistaratitil í fjögur ár í vor og setti stigamet með því að næla í 100 stig. Liðið mætir Barcelona í tvívegis í árlegri viðureign meistaranna og bikarmeistaranna í ágúst.

Barcelona, sem vann Konungsbikarinn á síðustu leiktíð, á fyrri leikinn heima 23. ágúst en sá síðari fer fram í Madríd viku síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×