Fótbolti

Messi byrjaði nýtt tímabil á því að skora þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði 73 mörk í 60 leikjum með Barcelona á síðasta tímabili sem er met og þessi besti knattspyrnumaður heims byrjar þetta tímabil líka af miklum krafti.

Messi missti af fyrsta leik Barcelona á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla en skoraði þrennu í 8-0 sigri Barca á Raja Casablanca frá Marokkó í gær. Alexis (2), Dani Alves, Sergi Gómez og Deulofeu skoruðu hin mörkin. Það er hægt að sjá mörkin í leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Öll mörk Messi í leiknum komu á ellefu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en Barcelona var 5-0 yfir í hálfleik. Í fyrsta markinu slapp hann einn í gegn, í því öðru sundurspiluðu Barca-menn vörnina hjá Raja Casablanca og í því þriðja skoraði Messi í tómt markið eftir óeigingjarna sendingu Alexis.

Lionel Messi bar fyrirliðabandið í leiknum enda tóku spænsku Evrópumeistararnir ekki þátt í leiknum. David Villa var heldur ekki með og er enn óvíst hvenær hann getur farið að spila aftur eftir hnémeiðslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×