Apple mun að öllum líkindum kynna nýjasta snjallsíma sinn, iPhone 5, í næstu viku. Vinsældir iPhone snjallsímanna síðustu ár eru með ólíkindum en þetta litla raftæki hefur innsiglað stöðu Apple sem eins stærsta fyrirtækis veraldar. En hversu vinsæll er iPhone í raun og veru?
Staðreyndin er sú að sala og viðskipti Apple með snjallsímann væru í sjálfu sér nóg til að koma iPhone á Fortune 50 listann yfir stærstu fyrirtæki veraldar.
Sölutekjur tengdar iPhone er ekki aðeins meiri en þær sem Windows-stýrikerfið og Office-hugbúnaðarpakkinn afla - tekjurnar eru meiri en þær sem tæknirisinn Microsoft aflar á ári hverju.
Beinar tekjur af sölu iPhone nema 74.3 milljörðum dollara, eða það sem nemur 9.101 milljarði íslenskra króna. Tekjur Microsoft nema 8.941 milljarði króna.
Á síðustu misserum hefur Microsoft reynt að ryðja sér til rúms á snjallmarkaðinum. Fyrirtækið var lengi að taka við sér þegar helstu samkeppnisaðilar þess sóttu á þennan nýja markað. Microsoft mun þó brátt hefja innreið sína á spjaldtölvumarkaðinn en Surface-spjaldtölvan fer í almenna sölu á næstu mánuðum.
iPhone er stærri en Microsoft

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent