Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 84-86 | Grátlegt tap Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 2. september 2012 15:15 Ísland tapaði fyrir Slóvakíu 86-84 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni. Ísland var við það að krækja í framlengingu en boltinn rúllaði upp úr körfunni um leið og lokaflautið gall. Grátlegt tap. Ísland hóf leikinn vel og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-18. Sóknarleikurinn gekk vel og gerði það áfram í öðrum leikhluta en þá hrundi vörnin auk þess sem Slóvakar hirtu hvert sóknarfrákastið af fætur öðru. Slóvakar voru tveimur stigum yfir í hálfleik 49-47 þökk sé sóknarfráköstunum og mun fleiri skotum á körfuna en Ísland náði. Ísland náði að gera betur í vörninni og fráköstunum í seinni hálfleik sem var æsispennandi. Í liði Slóvakíu er Anton Gavel sem leikur með Þýskalandsmeisturum Brose Baskets Bamberg. Ísland réð ekkert við hann og virtist hann gera út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með tveimur mjög erfiðum þriggja stiga körfum og staðan 76-82. Þrátt fyrir erfiða stöðu gafst Ísland ekki upp. Leikmenn sýndu mikinn karakter og fundu leiðir að körfunni og náðu minnka muninn í 86-84 og ná boltanum þegar 13 sekúndur voru eftir. Jón Arnór keyrði upp að körfunni og virtist vera að jafna metin því boltinn virtist vera að leka ofan í körfuna en á einhvern óskiljanlegan hátt tók boltinn hring á innanverðum körfuhringnum áður en hann læddist upp úr og grátlegt tap staðreynd. Ísland gerði margt vel í leiknum. Sóknarleikurinn var góður en Anton Gavel var of stór biti auk þess sem frákasta vandræðin í öðrum leikhluta urðu dýr að lokum. Liðin eru nú jöfn í neðsta sæti riðilsins með einn sigur hvort en Ísland er með betri árangur úr innbyrðis viðureignum þar sem Ísland vann leikinn í Slóvakíu með fimm stigum. Peter: Grunn atriðin brugðust í fráköstunum„Þetta var sár svekkjandi tap. Það verður ekki tæpara en þetta. Strákarnir spiluðu vel í sókninni nánast allan leikinn í dag. Vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við verðum að spila betri vörn í fyrri hálfleik á heimavelli. Það hefði gefið okkur forskot fyrir seinni hálfleik í stað þess að spila háspennu leik allan seinni hálfleik,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands í leikslok. „Anton Gavel setti niður ótrúleg skot og svo rúllar boltinn upp úr hjá okkur. Þetta verður ekki tæpara. „Þeir eru stærri en við og gátu sett pressu á okkur í fráköstunum. Þeir eru stórir en við hefðum getað gert þetta betur. Grunn atriðin brugðust. Við hefðum getað stigið betur út, lesið skotin betur og verið betur meðvitaðir um hvar andstæðingurinn er. Við misstum einbeitingu og létum leiða okkur út á veiku hliðina. „Við vorum vel skipulagðir í sókninni og lékum vel. Þegar Anton setti þessi tvö erfiðu skot niður þá hefði verið auðvelt að gefast upp en við gerðum vel í að gefa okkur möguleika á að fá eitthvað út úr þessum leik en þegar öllu er á botninni hvolft þá var þetta ekki okkar dagur,“ sagði Öqvist að lokum. Hlynur: Þeir hafa ekkert fram yfir okkur„Þetta var mjög sárt, eins sárt og það verður. Það voru sóknarfráköstin hjá þeim trekk í trekk sem réðu úrslitum. Mér finnst þetta vera sama sagan hjá okkur. Við missum of mikið af sóknarfráköstum sem er mjög dýrt því við erum mjög góðir í öðrum hlutum leiksins. Við erum góðir í að sprengja upp varnir og erum með góðar skyttur en þetta hefur verið veikleiki hjá okkur allan tímann sem er mjög sárt,“ sagði Hlynur Bæringsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig auk þess að taka flest fráköst eða 12 og gefa flestar stoðsendingar, fimm og verja 3 skot, flest allra í liðinu. "Það er meiri pressa á okkar körfu en körfu andstæðinganna. Þegar við tökum frákast þá er það eftir fimm sekúndna slagsmál og barning á meðan hinir taka fráköstin undir sinni körfu óáreittir. Það er óþolandi. Það var það sem klikkaði en ekki eitt skot í lokin og svo auðvitað Anton Gavel. „Hann slátraði öllu okkar leikskipulagi, sama hvað við reyndum. Við tvídekkuðum hann og reyndum allt sem við höfum æft,“ sagði Hlynur en Gavel virtist gera út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir. „Það þýðir ekkert að hengja haus heldur þarf maður bara að setja hausinn undir sig og halda áfram að reyna. Þetta voru gríðarlega stór skot og ekki margir sem geta þetta. Þetta er góður leikmaður hjá góðu liði í Meistaradeild Evrópu. Hann tók okkur. „Mér finnst við í sannleika sagt vera með betra lið. Mér finnst þeir ekki hafa neitt fram yfir okkur eins og sum hinna liðanna. Þeir hafa Gavel en við erum líka með aðra góða leikmenn. Mér finnst þeir ekki vera neitt frábærir og ég er alveg maður til að viðurkenna ef mér finnst einhver vera betri,“ sagði svekktur Hlynur Bæringsson Jón Arnór: Skil ekki hvernig boltinn fór ekki ofan í„Þetta var lélegt. Við ætluðum að spila betur. Við börðumst eins og ljón og erum stoltir af því og við náðum að halda okkur inni í þessu þrátt fyrir lélega spilamennsku. Við áttum séns á að jafna en ég klúðraði því,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði 20 stig fyrir Ísland og var einn þriggja leikmanna Íslands sem skoraði yfir 10 stig en Pavel Ermolinskij skoraði 12 stig auk þess að taka 11 fráköst. „Þetta var þokkalega tæpt, ég skil ekki hvernig boltinn fór ekki ofan í. Ég hélt að þetta væri komið en hann skrúfaðist upp úr og var það í takt við spilamennskuna í dag,“ sagði Jón Arnór um lokaskotið sem vildi ekki í. „Við höfum spilað undir getu síðustu fjóra leiki finnst mér. Ég hef verið lélegur í þeim og ég þarf að spila betur, leiða liðið betur. Við höfum ekki ennþá náð að spila leik þar sem við erum allir góðir. Ég hef átt góðan dag og þá er annar lélegur og öfugt. Það hefur vantað því ef við gerum það þá erum við í fínum málum. „Ég er stoltur af því sem við erum að gera. Við komum inn í þessa leiki og ætlum að gefa okkur alla í þetta. Gefa frá okkur jákvæða orku og berjast en þetta gekk ekki. Það koma erfiðir tímar og kaflar í leiknum þar sem hlutirnir ganga ekki upp. „Það getur ekki verið að liðin í riðlinum séu í eins slæmum málum og við þegar það kemur að ferðalögum. Þetta er svakalegt. Maður hefur varla tíma til að tannbursta sig þegar maður kemur heim, maður er floginn út aftur en það er ekki afsökun. Þetta er erfitt og allt það og vissulega eru hin liðin þreytt líka. „Auðvitað tekur þetta á en auðvitað er líka gaman að standa í þessu. Ég er mjög stoltur af KKÍ og öllu starfinu sem þeir eru að gera. Við höfum ekki verið saman áður í landsliðinu þessir strákar. Aldrei spilað saman áður sem lið þannig að við bætum ofan á þetta og næstu tvö þrjú árin verða bara góð,“ sagði Jón Arnór að lokum. Bein lýsing:Leik lokið 84-86: Jón Arnór með sniðskot eftir gegnumbrot. Boltinn tók hring á hringnum og upp úr. Ótrúlega svekkjandi.40. mínúta 84-86: Jón Arnór fljótur að koma sér á línuna og öryggið uppmálað.40. mínúta 82-86: Gavel með körfu, hvað annað. 35 stig hjá honum.40. mínúta 82-84: Hlynur undir körfunni og enn 59. sekúndur til leiksloka.39. mínúta 80-84: Hlynur hirðir sóknarfrákst af krafti og setur niður víti í kjölfarið.39. mínúta 78-84: Enn og aftur skila sóknarfráköstin stigum fyrir Slóvakíu.38. mínúta 78-82: Jón Arnór með tvö víti niður. Þá þarf að spila vörn.38. mínúta 76-82: Gavel með tvo þrista og kominn í 33 stig. Hann er að klára þennan leik. Frábær leikmaður.38. mínúta 76-79: Þvílík spenna í þessum leik.37. mínúta 74-76: Nú þarf Ísland stopp í vörninni.36. mínúta 73-74: Tæknivilla dæmd á Pavel en Gavel setur bara annað vítið niður.35. mínúta 73-73: Gavel heldur Slóvakíu inni í leiknum, kominn í 26 stig og fær botlann nú í hverri sókn.34. mínúta 73-71: Pavel með góðan þrist og Ísland nær boltanum strax aftur.33. mínúta 70-69: Finnur Atli Magnússon með tvö víti niður og Ísland aftur komið yfir.32. mínúta 68-67: Pavel með þrist eftir glæsilega bolta hreyfingu.32. mínúta 65-65: Pavel með tvö víti niður og staðan jöfn.31. mínúta 60-65: Þristur hjá Slóvökum eftir tapaðan bolta hjá Jóni Arnóri.3. leikhluta lokið 60-62: Þvílík spenna í loftinu. Þessi fjórði leikhluti verður eitthvað. Allt annað að sjá vörn Íslands í þriðja leikhluta en sóknin að sama skapi slök og of margir tapaðir boltar á síðustu mínútunum þegar hægt var að komast yfir.29. mínúta 60-59: Jakob með glæsilegt gegnumbrot og sniðskot.28. mínúta 58-59: Ísland er enn að elta. Erfitt að komast yfir.27. mínúta 54-55: Eitt víti niður hjá Hlyn og nú munar bara stigi á liðunum.26. mínúta 53-55: Gengur erfiðlega að skora en liðin setja niður víti.25. mínúta 51-54: Helgi Már Magnússon með góða körfu úr sniðskoti.23. mínúta 49-54: Enn eitt sóknarfrákstið og þristur í kjölfarið.22. mínúta 47-51: Það tók sinn tíma en Slóvakar skoruðu fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Ísland hefur hitt mjög vel í leiknum og betur en Slóvakía en vandamálið er að Slóvakía hefur tekið 13 sóknarfráköst gegn þremur og tekið 13 skotum meira en Ísland í hálfleiknum.Hálfleikur: Jón Arnór hefur skorað 12 stig fyrir Ísland og Hlynur Bæringsson 11. Hlunur hefur að auki tekið 7 fráköst.Hálfleikur: Anton Gavel er allt í öllu í liðið Slóvakíu með 18 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Dusan Pandula er með 12 stig.2. leikhluta lokið 47-49: Jón Arnór með rándýra körfu. Tveggja stiga leikur í hálfleik.20. mínúta 45-49: Hlynur stendur enn fyrir sínu og skilar boltanum í körfuna eftir sóknarfrákast.19. mínúta 43-49: Það er allt niður hjá Slóvakíu, 31 stig komið í öðrum leikhluta auk þess sem liðið er að taka allt of mörg sóknarfráköst.19. mínúta 43-46: Ísland ræður ekkert við Gavel sem er kominn í 18 stig.18. mínúta 42-40: Gavel og Haukur Helgi skiptast á körfum. Haukur með tána á línunni.17. mínúta 40-37: Flott vörn og Haukur Helgi Pálsson með þrist í kjölfarið.16. mínúta 37-37: Allt í járnum.15. mínúta 35-34: Jón Arnór svarar með tveimur vítum eftir leikhlé. Nú þarf að loka vörninni á ný, Slóvakar með 16 stig á fimm mínútum í öðrum leikhluta.15. mínúta 33-34: Enn skorar Gavel, kominn í 13 stig og Slóvakar komnir yfir í fyrsta sinn.13. mínúta 31-31: Það er jafnt.13. mínúta 31-27: Gavel og Jón Arnór skiptast á stigum. Þetta er veisla.12. mínúta 29-25: Jón Arnór svara með tveimur vítum.12. mínúta 27-23: Gavel að gera sig líklegan til að taka leikinn yfir.11. mínúta 25-20: Slóvakía með tvö fyrstu stigin í öðrum leikhluta og þurftu að hafa verulega fyrir þeim.1. leikhluta lokið 25-18: Sterk flautu karfa hjá Hlyn og sjö stiga forysta eftir fyrsta leikhluta. Ísland setti niður fjóra þrista og lítur mjög vel út hér í byrjun.10. mínúta 23-18: Tvær mjög góðar sóknir hjá Íslandi í röð.9. mínúta 18-16: Góður sprettur Slóvaka.8. mínúta 16-11: Þrjú stig í röð hjá Slóvakíu. og Jón Arnór kominn með tvær villur.7. mínúta 16-8: Hlynur Bærings með þrist. Ekkert að þessu.6. mínúta 13-6: Tvær mínútur án stiga þar til Jakob klárar sterkt undir körfunni. Góð byrjun hjá Jakobi en verra er að Pavel er kominn með 2 villur.4. mínúta 11-6: Eitt víti hjá Jakobi niður.3. mínúta 10-4: Jakob með þrist. Þetta þurfum við.2. mínúta 7-2: Heppnis skopp og þristur hjá Pavel dettur.1. mínúta 2-0: Svona á að byrja þetta, auðveld karfa hjá Hlyni Bæringssyni í fyrstu sókn leiksins, tók 6 sekúndur.Fyrir leik: Það er skammarlega fámennt í höllinni. Liðið þarf stuðning! Af hverju ert þú ekki í höllinni?Fyrir leik: Þetta er sjöundi leikur liðanna á 19 dögum og þó ferðalög Íslands séu jafnan lengri á milli leikja en annarra þjóða í riðlinum þá hefur álagið og ferðalögin áhrif á öll liðin og því skiptir miklu máli að byrja vel og láta andstæðinginn finna fyrr fyrir þreytunni.Fyrir leik: Búið er að púsla Pavel Ermolinskij saman og verður hann í byrjunarliði Íslands í dag. Meiðsli hans hafa ekki hjálpað Íslandi í þessum erfiða riðli.Fyrir leik: Hittni Íslands í Laugardalshöllinni hefur ekki verið góð en vonandi hafa íslensku strákarnir náð að hrista af sér ferðaþreytuna sem hefur gert liðinu lífið leitt í síðustu leikjum og bjóða upp á fyrsta sigur sinn í höllinni frá því 10. september 2008.Fyrir leik: Þó Ísland hafi unnið góðan sigur í Slóvakíu er von á mjög erfiðum leik. Úrslitin gætu ráðist á því hvernig Íslandi tekst að eiga við Anton Gavel sem leikur með Þýskalandsmeisturum Brose Baskets Bamberg. Gavel er yfirburðamaður í liðið Slóvaka.Fyrir leik: Hér mætast tvö neðstu lið A-riðils. Slóvakía er án sigurs í sex leikjum og Ísland hefur unnið einn leik, í Slóvakíu 81-75. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu 86-84 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni. Ísland var við það að krækja í framlengingu en boltinn rúllaði upp úr körfunni um leið og lokaflautið gall. Grátlegt tap. Ísland hóf leikinn vel og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-18. Sóknarleikurinn gekk vel og gerði það áfram í öðrum leikhluta en þá hrundi vörnin auk þess sem Slóvakar hirtu hvert sóknarfrákastið af fætur öðru. Slóvakar voru tveimur stigum yfir í hálfleik 49-47 þökk sé sóknarfráköstunum og mun fleiri skotum á körfuna en Ísland náði. Ísland náði að gera betur í vörninni og fráköstunum í seinni hálfleik sem var æsispennandi. Í liði Slóvakíu er Anton Gavel sem leikur með Þýskalandsmeisturum Brose Baskets Bamberg. Ísland réð ekkert við hann og virtist hann gera út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með tveimur mjög erfiðum þriggja stiga körfum og staðan 76-82. Þrátt fyrir erfiða stöðu gafst Ísland ekki upp. Leikmenn sýndu mikinn karakter og fundu leiðir að körfunni og náðu minnka muninn í 86-84 og ná boltanum þegar 13 sekúndur voru eftir. Jón Arnór keyrði upp að körfunni og virtist vera að jafna metin því boltinn virtist vera að leka ofan í körfuna en á einhvern óskiljanlegan hátt tók boltinn hring á innanverðum körfuhringnum áður en hann læddist upp úr og grátlegt tap staðreynd. Ísland gerði margt vel í leiknum. Sóknarleikurinn var góður en Anton Gavel var of stór biti auk þess sem frákasta vandræðin í öðrum leikhluta urðu dýr að lokum. Liðin eru nú jöfn í neðsta sæti riðilsins með einn sigur hvort en Ísland er með betri árangur úr innbyrðis viðureignum þar sem Ísland vann leikinn í Slóvakíu með fimm stigum. Peter: Grunn atriðin brugðust í fráköstunum„Þetta var sár svekkjandi tap. Það verður ekki tæpara en þetta. Strákarnir spiluðu vel í sókninni nánast allan leikinn í dag. Vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við verðum að spila betri vörn í fyrri hálfleik á heimavelli. Það hefði gefið okkur forskot fyrir seinni hálfleik í stað þess að spila háspennu leik allan seinni hálfleik,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands í leikslok. „Anton Gavel setti niður ótrúleg skot og svo rúllar boltinn upp úr hjá okkur. Þetta verður ekki tæpara. „Þeir eru stærri en við og gátu sett pressu á okkur í fráköstunum. Þeir eru stórir en við hefðum getað gert þetta betur. Grunn atriðin brugðust. Við hefðum getað stigið betur út, lesið skotin betur og verið betur meðvitaðir um hvar andstæðingurinn er. Við misstum einbeitingu og létum leiða okkur út á veiku hliðina. „Við vorum vel skipulagðir í sókninni og lékum vel. Þegar Anton setti þessi tvö erfiðu skot niður þá hefði verið auðvelt að gefast upp en við gerðum vel í að gefa okkur möguleika á að fá eitthvað út úr þessum leik en þegar öllu er á botninni hvolft þá var þetta ekki okkar dagur,“ sagði Öqvist að lokum. Hlynur: Þeir hafa ekkert fram yfir okkur„Þetta var mjög sárt, eins sárt og það verður. Það voru sóknarfráköstin hjá þeim trekk í trekk sem réðu úrslitum. Mér finnst þetta vera sama sagan hjá okkur. Við missum of mikið af sóknarfráköstum sem er mjög dýrt því við erum mjög góðir í öðrum hlutum leiksins. Við erum góðir í að sprengja upp varnir og erum með góðar skyttur en þetta hefur verið veikleiki hjá okkur allan tímann sem er mjög sárt,“ sagði Hlynur Bæringsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig auk þess að taka flest fráköst eða 12 og gefa flestar stoðsendingar, fimm og verja 3 skot, flest allra í liðinu. "Það er meiri pressa á okkar körfu en körfu andstæðinganna. Þegar við tökum frákast þá er það eftir fimm sekúndna slagsmál og barning á meðan hinir taka fráköstin undir sinni körfu óáreittir. Það er óþolandi. Það var það sem klikkaði en ekki eitt skot í lokin og svo auðvitað Anton Gavel. „Hann slátraði öllu okkar leikskipulagi, sama hvað við reyndum. Við tvídekkuðum hann og reyndum allt sem við höfum æft,“ sagði Hlynur en Gavel virtist gera út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir. „Það þýðir ekkert að hengja haus heldur þarf maður bara að setja hausinn undir sig og halda áfram að reyna. Þetta voru gríðarlega stór skot og ekki margir sem geta þetta. Þetta er góður leikmaður hjá góðu liði í Meistaradeild Evrópu. Hann tók okkur. „Mér finnst við í sannleika sagt vera með betra lið. Mér finnst þeir ekki hafa neitt fram yfir okkur eins og sum hinna liðanna. Þeir hafa Gavel en við erum líka með aðra góða leikmenn. Mér finnst þeir ekki vera neitt frábærir og ég er alveg maður til að viðurkenna ef mér finnst einhver vera betri,“ sagði svekktur Hlynur Bæringsson Jón Arnór: Skil ekki hvernig boltinn fór ekki ofan í„Þetta var lélegt. Við ætluðum að spila betur. Við börðumst eins og ljón og erum stoltir af því og við náðum að halda okkur inni í þessu þrátt fyrir lélega spilamennsku. Við áttum séns á að jafna en ég klúðraði því,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði 20 stig fyrir Ísland og var einn þriggja leikmanna Íslands sem skoraði yfir 10 stig en Pavel Ermolinskij skoraði 12 stig auk þess að taka 11 fráköst. „Þetta var þokkalega tæpt, ég skil ekki hvernig boltinn fór ekki ofan í. Ég hélt að þetta væri komið en hann skrúfaðist upp úr og var það í takt við spilamennskuna í dag,“ sagði Jón Arnór um lokaskotið sem vildi ekki í. „Við höfum spilað undir getu síðustu fjóra leiki finnst mér. Ég hef verið lélegur í þeim og ég þarf að spila betur, leiða liðið betur. Við höfum ekki ennþá náð að spila leik þar sem við erum allir góðir. Ég hef átt góðan dag og þá er annar lélegur og öfugt. Það hefur vantað því ef við gerum það þá erum við í fínum málum. „Ég er stoltur af því sem við erum að gera. Við komum inn í þessa leiki og ætlum að gefa okkur alla í þetta. Gefa frá okkur jákvæða orku og berjast en þetta gekk ekki. Það koma erfiðir tímar og kaflar í leiknum þar sem hlutirnir ganga ekki upp. „Það getur ekki verið að liðin í riðlinum séu í eins slæmum málum og við þegar það kemur að ferðalögum. Þetta er svakalegt. Maður hefur varla tíma til að tannbursta sig þegar maður kemur heim, maður er floginn út aftur en það er ekki afsökun. Þetta er erfitt og allt það og vissulega eru hin liðin þreytt líka. „Auðvitað tekur þetta á en auðvitað er líka gaman að standa í þessu. Ég er mjög stoltur af KKÍ og öllu starfinu sem þeir eru að gera. Við höfum ekki verið saman áður í landsliðinu þessir strákar. Aldrei spilað saman áður sem lið þannig að við bætum ofan á þetta og næstu tvö þrjú árin verða bara góð,“ sagði Jón Arnór að lokum. Bein lýsing:Leik lokið 84-86: Jón Arnór með sniðskot eftir gegnumbrot. Boltinn tók hring á hringnum og upp úr. Ótrúlega svekkjandi.40. mínúta 84-86: Jón Arnór fljótur að koma sér á línuna og öryggið uppmálað.40. mínúta 82-86: Gavel með körfu, hvað annað. 35 stig hjá honum.40. mínúta 82-84: Hlynur undir körfunni og enn 59. sekúndur til leiksloka.39. mínúta 80-84: Hlynur hirðir sóknarfrákst af krafti og setur niður víti í kjölfarið.39. mínúta 78-84: Enn og aftur skila sóknarfráköstin stigum fyrir Slóvakíu.38. mínúta 78-82: Jón Arnór með tvö víti niður. Þá þarf að spila vörn.38. mínúta 76-82: Gavel með tvo þrista og kominn í 33 stig. Hann er að klára þennan leik. Frábær leikmaður.38. mínúta 76-79: Þvílík spenna í þessum leik.37. mínúta 74-76: Nú þarf Ísland stopp í vörninni.36. mínúta 73-74: Tæknivilla dæmd á Pavel en Gavel setur bara annað vítið niður.35. mínúta 73-73: Gavel heldur Slóvakíu inni í leiknum, kominn í 26 stig og fær botlann nú í hverri sókn.34. mínúta 73-71: Pavel með góðan þrist og Ísland nær boltanum strax aftur.33. mínúta 70-69: Finnur Atli Magnússon með tvö víti niður og Ísland aftur komið yfir.32. mínúta 68-67: Pavel með þrist eftir glæsilega bolta hreyfingu.32. mínúta 65-65: Pavel með tvö víti niður og staðan jöfn.31. mínúta 60-65: Þristur hjá Slóvökum eftir tapaðan bolta hjá Jóni Arnóri.3. leikhluta lokið 60-62: Þvílík spenna í loftinu. Þessi fjórði leikhluti verður eitthvað. Allt annað að sjá vörn Íslands í þriðja leikhluta en sóknin að sama skapi slök og of margir tapaðir boltar á síðustu mínútunum þegar hægt var að komast yfir.29. mínúta 60-59: Jakob með glæsilegt gegnumbrot og sniðskot.28. mínúta 58-59: Ísland er enn að elta. Erfitt að komast yfir.27. mínúta 54-55: Eitt víti niður hjá Hlyn og nú munar bara stigi á liðunum.26. mínúta 53-55: Gengur erfiðlega að skora en liðin setja niður víti.25. mínúta 51-54: Helgi Már Magnússon með góða körfu úr sniðskoti.23. mínúta 49-54: Enn eitt sóknarfrákstið og þristur í kjölfarið.22. mínúta 47-51: Það tók sinn tíma en Slóvakar skoruðu fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Ísland hefur hitt mjög vel í leiknum og betur en Slóvakía en vandamálið er að Slóvakía hefur tekið 13 sóknarfráköst gegn þremur og tekið 13 skotum meira en Ísland í hálfleiknum.Hálfleikur: Jón Arnór hefur skorað 12 stig fyrir Ísland og Hlynur Bæringsson 11. Hlunur hefur að auki tekið 7 fráköst.Hálfleikur: Anton Gavel er allt í öllu í liðið Slóvakíu með 18 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Dusan Pandula er með 12 stig.2. leikhluta lokið 47-49: Jón Arnór með rándýra körfu. Tveggja stiga leikur í hálfleik.20. mínúta 45-49: Hlynur stendur enn fyrir sínu og skilar boltanum í körfuna eftir sóknarfrákast.19. mínúta 43-49: Það er allt niður hjá Slóvakíu, 31 stig komið í öðrum leikhluta auk þess sem liðið er að taka allt of mörg sóknarfráköst.19. mínúta 43-46: Ísland ræður ekkert við Gavel sem er kominn í 18 stig.18. mínúta 42-40: Gavel og Haukur Helgi skiptast á körfum. Haukur með tána á línunni.17. mínúta 40-37: Flott vörn og Haukur Helgi Pálsson með þrist í kjölfarið.16. mínúta 37-37: Allt í járnum.15. mínúta 35-34: Jón Arnór svarar með tveimur vítum eftir leikhlé. Nú þarf að loka vörninni á ný, Slóvakar með 16 stig á fimm mínútum í öðrum leikhluta.15. mínúta 33-34: Enn skorar Gavel, kominn í 13 stig og Slóvakar komnir yfir í fyrsta sinn.13. mínúta 31-31: Það er jafnt.13. mínúta 31-27: Gavel og Jón Arnór skiptast á stigum. Þetta er veisla.12. mínúta 29-25: Jón Arnór svara með tveimur vítum.12. mínúta 27-23: Gavel að gera sig líklegan til að taka leikinn yfir.11. mínúta 25-20: Slóvakía með tvö fyrstu stigin í öðrum leikhluta og þurftu að hafa verulega fyrir þeim.1. leikhluta lokið 25-18: Sterk flautu karfa hjá Hlyn og sjö stiga forysta eftir fyrsta leikhluta. Ísland setti niður fjóra þrista og lítur mjög vel út hér í byrjun.10. mínúta 23-18: Tvær mjög góðar sóknir hjá Íslandi í röð.9. mínúta 18-16: Góður sprettur Slóvaka.8. mínúta 16-11: Þrjú stig í röð hjá Slóvakíu. og Jón Arnór kominn með tvær villur.7. mínúta 16-8: Hlynur Bærings með þrist. Ekkert að þessu.6. mínúta 13-6: Tvær mínútur án stiga þar til Jakob klárar sterkt undir körfunni. Góð byrjun hjá Jakobi en verra er að Pavel er kominn með 2 villur.4. mínúta 11-6: Eitt víti hjá Jakobi niður.3. mínúta 10-4: Jakob með þrist. Þetta þurfum við.2. mínúta 7-2: Heppnis skopp og þristur hjá Pavel dettur.1. mínúta 2-0: Svona á að byrja þetta, auðveld karfa hjá Hlyni Bæringssyni í fyrstu sókn leiksins, tók 6 sekúndur.Fyrir leik: Það er skammarlega fámennt í höllinni. Liðið þarf stuðning! Af hverju ert þú ekki í höllinni?Fyrir leik: Þetta er sjöundi leikur liðanna á 19 dögum og þó ferðalög Íslands séu jafnan lengri á milli leikja en annarra þjóða í riðlinum þá hefur álagið og ferðalögin áhrif á öll liðin og því skiptir miklu máli að byrja vel og láta andstæðinginn finna fyrr fyrir þreytunni.Fyrir leik: Búið er að púsla Pavel Ermolinskij saman og verður hann í byrjunarliði Íslands í dag. Meiðsli hans hafa ekki hjálpað Íslandi í þessum erfiða riðli.Fyrir leik: Hittni Íslands í Laugardalshöllinni hefur ekki verið góð en vonandi hafa íslensku strákarnir náð að hrista af sér ferðaþreytuna sem hefur gert liðinu lífið leitt í síðustu leikjum og bjóða upp á fyrsta sigur sinn í höllinni frá því 10. september 2008.Fyrir leik: Þó Ísland hafi unnið góðan sigur í Slóvakíu er von á mjög erfiðum leik. Úrslitin gætu ráðist á því hvernig Íslandi tekst að eiga við Anton Gavel sem leikur með Þýskalandsmeisturum Brose Baskets Bamberg. Gavel er yfirburðamaður í liðið Slóvaka.Fyrir leik: Hér mætast tvö neðstu lið A-riðils. Slóvakía er án sigurs í sex leikjum og Ísland hefur unnið einn leik, í Slóvakíu 81-75.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum