Fótbolti

Vermaelen: Ekki góðir í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Podolski fagnar í kvöld.
Podolski fagnar í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Arsenal mátti teljast heppið með að sleppa með 2-1 sigur frá Frakklandi í kvöld þar sem liðið mætti Montpellier.

Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en heimamenn gerðu harða atlögu að marki þeirra ensku í síðari hálfleik.

„Við vorum ekki frábærir í seinni hálfleik," sagði varnarmaðurinn Thomas Vermaelen sem fékk á sig klaufalega vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

„En við náðum að vera sterkir og hanga á sigrinum. Ég er ekki viss um að það hafi verið rétt að dæma vítaspyrnu en ég þarf að sjá það aftur á myndbandi."

Lukas Podolsko skoraði fyrra mark Arsenal í leiknum og líður greinilega vel í rauða búningnum. „Ég fékk frábæra sendingu frá Olivier Giroud og mér líður vel í þessari stöðu. Það var frábært að skora aftur," sagði Podolski.

„Eins og Thomas sagði vorum við góðir í fyrri hálfleik en náðum okkur ekki á strik í þeim síðari. En við fengum þrjú stig sem er mikilvægt. Við vitum að við getum bætt okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×