Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta var fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndum að því að svara eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræðingar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.
