Körfubolti

Enginn Jakob og Sundsvall tapaði fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Peter Öqvist, landsliðsþjálfara Íslands, tókst ekki að stýra Sundsvall Dragons til sigurs í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Sundsvall varð að sætta sig við sex stiga tap á heimavelli á móti Uppsala Basket, 74-80.

Hlynur Bæringsson var með 14 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld en Jakob Örn Sigurðarson spilaði ekki með Sundsvall-liðinu og munaði að sjálfsögðu mikið um það enda tapaði liðið meðal annars 13 boltum í fyrri hálfleiknum.

Sundsvall byrjaði leikinn vel, komst í 22-13 og var 22-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Slæmur kafli í lok annars leikhlutans þar sem Uppsala skoraði tíu stig í röð þýddi hinsvegar að Uppsala-liðið var 37-35 yfir í hálfleik.

Uppsala náði nokkrum sinnum sjö stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Hlynur batt enda á góðan sprett kom Sundsvall aftur yfir í 54-53 en tæpum tveimur mínútum áður var staðan 46-53. Allt var í járnum í framhaldinu og staðan var 58-58 fyrir lokaleikhlutann.

Uppsala var sex stigum yfir um miðjan fjórða leikhlutann þegar Sundsvall skoraði átta stig í röð og komst aftur yfir. Liðin skiptust síðan á að hafa forystuna á æsispennandi lokamínútum þar til að Uppsala náði að landa sigrinum með góðum endaspretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×