Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.
Snertiskjár Galaxy S III er 4.8 tommur en það er mun stærra en gengur og gerist á snjallsímamarkaðinum. Þessi stærð virðist ekki hafa heillað Evrópubúa en Samsung vonast til að snúa þeirri þróun við með minni og þægilegri snjallsíma.
Nýja útgáfan mun þó ekki búa yfir jafn miklum vinnsluhraða og sú fyrri. Þá verður upplausn snertiskjásins 800 sinnum 480 en það er einnig mun minna á upphaflegu útgáfunni.
Minni Galaxy S III væntanlegur

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Stefán endurkjörinn formaður
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent


Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent