Meðal annars hreppti ASUS verðlaun fyrir raftæki ársins og það fyrir Google Nexus 7 spjaldtölvuna — hún var einnig valin spjaldtölva ársins.
T3 er tækniráðstefna þar sem helstu frumkvöðlar á sviði tækni og nýsköpunar eru heiðraðir.

Flaggskip Samsung, Galaxy S III, sigraði þannig snjallsíma Apple, iPhone 4S, og var hann valinn snjallsími ársins 2012.
Einu verðlaun Apple á hátíðinni voru fyrir vinnutæki ársins en það var iPhone 4S sem sigraði í þeim flokki.