Körfubolti

Jón Arnór öflugur í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í dag, 83-68.

Jón Arnór setti niður fjórar þriggja stiga körfur í leiknum en þar að auki tók hann þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 25 mínútum.

Þá tapaði Assignia Manresa fyrir Barcelona, 89-47, en Haukur Helgi Pálsson náði ekki að skora stig í leiknum.

Zaragoza er í tíunda sæti deildarinnar með fjóra sigra í sjö leikjum. Assignia Manresa er í neðsta sæti, án sigurs.

Axel Kárason skoraði átján stig fyrir Værlöse sem hafði betur gegn Randers Cimbria, 111-105, í dönsku úrvalsdeildinni. Værlöse er í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.

Í Þýskalandi tapaði Middeldeutscher BC fyrir Alba Berlin, 91-68. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði ellefu stig fyrir fyrrnefnda liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×