Fótbolti

Santa Cruz skoraði tvö í sigri á Real Madrid

Mesut Özil.
Mesut Özil. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid missteig sig enn eina ferðina í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið sótti Malaga heim í kvöld. Stjörnuliðið frá Madrid beið lægri hlut 3-2.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom hinn stórefnilegi miðjumaður Isco kom heimamönnum yfir á 49. mínútu. Isco var fyrr í dag kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu 21 árs og yngri af ítalska dagblaðinu Tuttosport og leið vel þrátt fyrir aukna athygli.

Karim Benzema jafnaði metin með skoti af stuttu færi skömmu síðar en þó er möguleiki að markið verði skráð sjálfsmark þar sem knötturinn breytti um stefnu af varnarmanni heimamanna.

Skömmu áður hafði Paragævinn Roque Santa Cruz komið inn á sem varamaður og hann átti eftir að koma við sögu. Santa Cruz kom heimamönnum yfir með marki af stuttu færi á 73. mínútu og afrgeiddi knöttinn snyrtilega í netið þremur mínútum síðar.

Benzema minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust Spánarmeistararnir ekki. Real er sextán stigum á eftir Barcelona á toppi deildarinnar. Barcelona lagði Real Valladolid 3-1 á útivelli fyrr í kvöld.

Markvörðurinn og fyrirliði Real Madrid, Iker Casillas, var á varamannabekknum í dag. Frammistaða hans á tímabilinu hefur valdið Jose Mourinho, þjálfara liðsins, vonbrigðum og ákvað hann að setja Casillas út úr liðinu.

Staðan í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×