Lokun öldrunardeildar á Akranesi Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun