Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta 1. mars 2012 06:00 Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun