Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun