Á nútíminn erindi á Bessastaði? Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun