Ekki var Huang gerður strámaður Einar Benediktsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Í blaðaviðtali í ágúst í fyrra kynnti Hjörleifur Sveinbjörnsson, yfirþýðandi í Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytins, áform Huangs Nubo, fyrrum náms- og herbergisfélaga síns í Kína: „Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur ... Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu, segir Hjörleifur." Þessi furðufrétt varð til þess, að ég og aðrir fórum að greina þessi óvæntu fjárfestingaráform í víðara samhengi kínverskrar utanríkisstefnu og umsvifa erlendis. Í Fréttablaðinu 23. maí hefur Hjörleifur áhyggjur af því að ég sæki fróðleik í einhverja Gróu á Leiti. Þá er rétt að árétta að vinnulagið sem lærist í utanríkisþjónustunni er einmitt til þess fallið að gera sjálfstæðar greiningar á efnahagslegri og pólitískri þróun. Eitthvað hlýt ég að hafa lært í slíku á langri starfsævi. Það er reyndar býsna auðvelt, en stundum tímafrekt, að fá yfirsýn yfir þróunina í Kína. OECD og Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn leggja til frábært efni fyrir þá sem eru læsir á hagskýrslur. Vikuritið Economist er ómissandi og sömuleiðis kínverska sjónvarpið CCTV News og vefsíður þeirra. Á netinu eru ókjör upplýsinga um landið frá prentmiðlum, alþjóðastofnunum og þekktum greiningarstofnunum. Og ekki vantar góðar bækur um Kína á Kindle og fyrir iPodinn. Allt þetta nota ég og eftirlaunamaður hefur góðan tíma fyrir sín áhugamál. Heimildir mínar eru sem sagt upplýsingar, sem liggja fyrir og af þeim dreg ég mínar eigin ályktanir. Varðandi Kína, norðurskautið og Ísland er það auðvelt. Áform Huangs voru að öllum líkindum tilraun kínverskra stjórnvalda eða hersins að ná framtíðar fótfestu á Íslandi. Hvenær það gæti komið sér vel væri óráðið en Kínverjar hugsa til langs tíma. Að festa sér land á norðaustur hluta Íslands til 99 ára væri fyrirhafnarlaus landvinningur. Það er greinilega sárt fyrir Hjörleif að sjá vin sinn Huang í nýju fötunum keisarans. Hjörleifur fullyrðir að ég geri vin hans að strámanni eða eins konar saklausum Grýlukarli að okkar málhefð. Það er gamalt áróðursbragð að snúa sannleikanum við. Þegar ég sýni raunveruleikann í þessu fjarstæðukennda Grímsstaðamáli, þá er málinu snúið við og hið rétta gert að lygi. Þetta er reyndar gamalt kommatrikk, sem Hjörleifur hefur vitaskuld aldrei lært. Ég hlustaði á Huang á CCTV News stæra sig af því að hann hefði haft betur í viðureign sinni við innanríkisráðherra Íslands. Ég sagði að þetta væri með öllu óaðgengileg framkoma erlends ríkisborgara í garð íslensks ráðherra. En af hverju ætti annars nokkur að hafa trúað þessari jólasögu á hásumri um þróun ferðaþjónustu á Hólsfjöllum þar sem óþekktur Kínverji leikur aðalhlutverkið? Var hægt að fá nokkurt vit í það skilyrði að fylgja skyldu til eignar mörg hundruð ferkílómetrar lands? Og svo yrði hótelið tengt með eigin flugsamgöngum við Reykjavík. Átti flugvélakosturinn annars ekki að koma frá kínverska flughernum? Af hverju var reynt að telja fólki trú um að einmitt þarna í auðn, einangrun og illviðrum vetrar, væri hægt að reka lúxushótel allan ársins hring? Já, því ekki að hafa golfvöllinn bara á Vatnajökli? Og við skulum ekki vera með neinn barnaskap um að Huang, rétt eins og aðrir kínverskir „auðjöfrar", er settur í þá stöðu í miðstýrðu efnahagskerfi. Ekkert slíkt gerist í Kína nema að fenginni blessun flokks og ríkis. Óþarfi er að rekja fyrir Íslendingum ömurlega fortíð Alþýðulýðveldisins Kína á dögum Maós. Við segjum það liðna tíð og fögnum því Kína sem síðar tók við. Þar er rekinn ríkiskapítalismi með undraverðum árangri hagvaxtar og aukinnar velmegunar enda eru viðskiptamöguleikar góðir. En Kína er miðstýrt einræðisríki sem virðir ekki mannréttindi sem við hljótum að harma og mótmæla. Þá er Kína mjög að sækja sig í veðrið sem kjarnavopnavætt hernaðarstórveldi, einnig með öflugan herflota. Kínverjar eiga í deilum um lögsögu við öll löndin í Suður-Kínahafi, sem eiga varnarsamstarf við Bandaríkin. Þar kynni að slá í harðbakkann. Engum getur dulist að Kínverjar sækja í auðlindir norðurskautsins og þeir munu stunda siglingar í stórum stíl um norðaustur leiðina um pólinn, – siglingaleið sem er að opnast. Þeir hafa sóst eftir umskipunarhöfn í Norður-Noregi en það mál féll niður enda andar köldu frá Kína í garð Norðmanna fyrir það uppátæki að hafa veitt kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels. Hvaða bull er þetta eiginlega að ég sé að gera strámann úr Huang þegar verið er að sýna hann og þessi mál eins og þau eru: Íslendingum óaðgengileg. Milligöngumaður hans, Hjörleifur Sveinbjörnsson, gæti gert okkur öllum þann stórgreiða að telja vin sinn á að láta Íslendinga í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Tengdar fréttir Slegist við strámann á Fjöllum Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. 23. maí 2012 06:00 Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í blaðaviðtali í ágúst í fyrra kynnti Hjörleifur Sveinbjörnsson, yfirþýðandi í Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytins, áform Huangs Nubo, fyrrum náms- og herbergisfélaga síns í Kína: „Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur ... Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu, segir Hjörleifur." Þessi furðufrétt varð til þess, að ég og aðrir fórum að greina þessi óvæntu fjárfestingaráform í víðara samhengi kínverskrar utanríkisstefnu og umsvifa erlendis. Í Fréttablaðinu 23. maí hefur Hjörleifur áhyggjur af því að ég sæki fróðleik í einhverja Gróu á Leiti. Þá er rétt að árétta að vinnulagið sem lærist í utanríkisþjónustunni er einmitt til þess fallið að gera sjálfstæðar greiningar á efnahagslegri og pólitískri þróun. Eitthvað hlýt ég að hafa lært í slíku á langri starfsævi. Það er reyndar býsna auðvelt, en stundum tímafrekt, að fá yfirsýn yfir þróunina í Kína. OECD og Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn leggja til frábært efni fyrir þá sem eru læsir á hagskýrslur. Vikuritið Economist er ómissandi og sömuleiðis kínverska sjónvarpið CCTV News og vefsíður þeirra. Á netinu eru ókjör upplýsinga um landið frá prentmiðlum, alþjóðastofnunum og þekktum greiningarstofnunum. Og ekki vantar góðar bækur um Kína á Kindle og fyrir iPodinn. Allt þetta nota ég og eftirlaunamaður hefur góðan tíma fyrir sín áhugamál. Heimildir mínar eru sem sagt upplýsingar, sem liggja fyrir og af þeim dreg ég mínar eigin ályktanir. Varðandi Kína, norðurskautið og Ísland er það auðvelt. Áform Huangs voru að öllum líkindum tilraun kínverskra stjórnvalda eða hersins að ná framtíðar fótfestu á Íslandi. Hvenær það gæti komið sér vel væri óráðið en Kínverjar hugsa til langs tíma. Að festa sér land á norðaustur hluta Íslands til 99 ára væri fyrirhafnarlaus landvinningur. Það er greinilega sárt fyrir Hjörleif að sjá vin sinn Huang í nýju fötunum keisarans. Hjörleifur fullyrðir að ég geri vin hans að strámanni eða eins konar saklausum Grýlukarli að okkar málhefð. Það er gamalt áróðursbragð að snúa sannleikanum við. Þegar ég sýni raunveruleikann í þessu fjarstæðukennda Grímsstaðamáli, þá er málinu snúið við og hið rétta gert að lygi. Þetta er reyndar gamalt kommatrikk, sem Hjörleifur hefur vitaskuld aldrei lært. Ég hlustaði á Huang á CCTV News stæra sig af því að hann hefði haft betur í viðureign sinni við innanríkisráðherra Íslands. Ég sagði að þetta væri með öllu óaðgengileg framkoma erlends ríkisborgara í garð íslensks ráðherra. En af hverju ætti annars nokkur að hafa trúað þessari jólasögu á hásumri um þróun ferðaþjónustu á Hólsfjöllum þar sem óþekktur Kínverji leikur aðalhlutverkið? Var hægt að fá nokkurt vit í það skilyrði að fylgja skyldu til eignar mörg hundruð ferkílómetrar lands? Og svo yrði hótelið tengt með eigin flugsamgöngum við Reykjavík. Átti flugvélakosturinn annars ekki að koma frá kínverska flughernum? Af hverju var reynt að telja fólki trú um að einmitt þarna í auðn, einangrun og illviðrum vetrar, væri hægt að reka lúxushótel allan ársins hring? Já, því ekki að hafa golfvöllinn bara á Vatnajökli? Og við skulum ekki vera með neinn barnaskap um að Huang, rétt eins og aðrir kínverskir „auðjöfrar", er settur í þá stöðu í miðstýrðu efnahagskerfi. Ekkert slíkt gerist í Kína nema að fenginni blessun flokks og ríkis. Óþarfi er að rekja fyrir Íslendingum ömurlega fortíð Alþýðulýðveldisins Kína á dögum Maós. Við segjum það liðna tíð og fögnum því Kína sem síðar tók við. Þar er rekinn ríkiskapítalismi með undraverðum árangri hagvaxtar og aukinnar velmegunar enda eru viðskiptamöguleikar góðir. En Kína er miðstýrt einræðisríki sem virðir ekki mannréttindi sem við hljótum að harma og mótmæla. Þá er Kína mjög að sækja sig í veðrið sem kjarnavopnavætt hernaðarstórveldi, einnig með öflugan herflota. Kínverjar eiga í deilum um lögsögu við öll löndin í Suður-Kínahafi, sem eiga varnarsamstarf við Bandaríkin. Þar kynni að slá í harðbakkann. Engum getur dulist að Kínverjar sækja í auðlindir norðurskautsins og þeir munu stunda siglingar í stórum stíl um norðaustur leiðina um pólinn, – siglingaleið sem er að opnast. Þeir hafa sóst eftir umskipunarhöfn í Norður-Noregi en það mál féll niður enda andar köldu frá Kína í garð Norðmanna fyrir það uppátæki að hafa veitt kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels. Hvaða bull er þetta eiginlega að ég sé að gera strámann úr Huang þegar verið er að sýna hann og þessi mál eins og þau eru: Íslendingum óaðgengileg. Milligöngumaður hans, Hjörleifur Sveinbjörnsson, gæti gert okkur öllum þann stórgreiða að telja vin sinn á að láta Íslendinga í friði.
Slegist við strámann á Fjöllum Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. 23. maí 2012 06:00
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun