Hjólhýsin í miðborginni Ólafur Rastrick skrifar 1. júní 2012 06:00 Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun