Að velja háskólanám við hæfi Steinn Jóhannsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun