Fordómar hvers? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum.
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar