Nýju fötin forsetans 21. júní 2012 15:00 Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina."
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar