Við kusum hana Birna Anna Björnsdóttir skrifar 23. júní 2012 13:00 Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana!
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun