Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun