Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 06:00 Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar