Hver er réttur barna á Íslandi? François Scheefer skrifar 28. júní 2012 06:00 24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun